Klepper eldri opnar nammi búðina sína á markaðnum í Alkmaar. Þrátt fyrir kuldann, erfiða veðrið, þá hópuðust samt margir saman í kring.
Húrra! Storkurinn kom í heimsókn. Það er strákur! Er hann ekki sætur?
Nammi búð Klepper eldri fagnar 25 ára afmæli sínu á markaðnum, svo, ásamt Klepper yngri, hönnuðu þeir sérstaka afmælisútgáfu af besta lakkrís í heiminum. Þetta á að vera bragðbesti lakkrís í heimi. Sætt lakkrís bragð með dassi af kryddi og unaðslegum bita.
Þetta var algjör hundaheppni að lakkrísinn innihélt ekkert glúten eða gelatín. Klepper & Klepper horfðust í augu: þetta var ekki bara bragðbesti lakkrís í heiminum, heldur sá allra besti frá upphafi.
Allstaðar að, kom fólk til að prófa besta lakkrís í heiminum. Klepper & Klepper ákváðu þá að fleiri þyrftu að fá að smakka á lakkrísnum heldur en fólkið í Alkmaar. Frá og með núna geturðu keypt lakkrísinn í búð nálægt þér.
2 ár af leit höfðu Klepper & Klepper fundið besta salt í heiminum í keltneska hafinu. Eftir það er lakkrísinn orðinn að besta saltlakkrís í heiminum.
Spurning: Hvar finnurðu besta hunang í Hollandi?
Svar: í Hollenska Biesbosch. Og síðan 2019, þá geturðu fundið það í besta hunangs lakkrísnum líka.
Hin mikla leit að besta lárviðarlaufinu í Hollandi kom loks að enda í suðvestur hluta norður Brabant. Augljóslega, endar besta lauf Hollands í besta lakkrís í heiminum. Til að bæta ofan á það hafa Klepper & Klepper þorað að skora á sig sjálfa að kasta neti yfir landamærin til Finnlands og Canada. Og svo loks með Danmörku, Noreg, Þýskaland og England í eftirdragi.
Nýjar pakkningar! Og ekki bara einhverjar pakkningar, heldur pakkningar úr lífrænu jarðgerðarefni. Til að ganga úr skugga um það við fyrstu sýn, þá veistu að þú ert að taka umhverfisvæna ákvörðun við að kaupa besta lakkrís í heiminum, þú finnur merkið yfir sjálfbærni á umbúðunum. Lakkrísinn er allur pakkinn.
Trommusláttur. Það er nýtt bragð á leiðinni. En það er allt sem við getum sagt um það í augnablikinu.
De ingrediënten van De Beste Drop Ooit zijn van de beste kwaliteit. Dat spreekt voor zich. Hoeven we eigenlijk niet te vertellen. Het extra ingrediënt is liefde.
De varianten volzoet, mildzout en laurier krijgen het V-label (met de V, van Vegan). De honingvariant mogen we ‘vegetarian’ noemen, omdat je voor honing bijen nodig hebt.
De Beste Drop Ooit is glutenvrij. Dit betekent dat De Beste Drop Ooit wordt geproduceerd in een omgeving waar nooit producten met gluten verwerkt worden. Dat proef je niet...
We liggen liever niet op plekken waar mensen hun dagelijkse boodschappen doen, maar op plekken waar ze lekkere dingen kopen. Lekkere dingen zoals De Beste Drop Ooit.
Saga besta lakkrísins byrjar árið 2015. Bíddu, reyndar byrjar hún árið 1990 þegar Klepper eldri (sem var kallaður Willem Klepper þar sem Klepper yngri var ekki til á þeim tíma) opnaði búð sína á markaði í Alkmaar.
Þegar leið á 2015 hafði Klepper eldri verið í bransanum í 25 ár. Til að fagna tilefninu, langaði honum að búa til bragðbesta lakkrís í heiminum til að gefa til viðskiptavina. Með allri sinni reynslu, vissi hann hvað honum líkaði, og hann vissi einnig hvað viðskiptavinunum líkaði: sætan lakkrís með dass af salmiak til að gera það bragðmikið og góðan bita. Ekki of hart, ekki of mjúkt.
Við viljum líta á það sem nostalgíu bita, ljúfar minningar frá lakkrísnum úr lyfjabúðinni þegar hún var og hét.
Hann skrifaði innihaldsefnin á blað og með Klepper yngri, fóru þeir saman til lakkrís framleiðandans. Eftir smá tíma við prófanir með stærðir og þurrkunar tíma höfðu þeim tekist það: Bragðbesti lakkrís í heimi var tilbúinn til sölu
Planið hjá þeim er að gefa 1200 poka. En þessir pokar eru horfnir á engri stundu. Klepper & Klepper virðast hafa gull í höndunum, svart gull. Viðskiptavinir Klepper eldri eru allir sammála honum; þetta er bragðbesti lakkrís í heiminum. Restin nær ekki tánum þar sem þeir eru með hælana. Fólk kemur aftur og aftur alls staðar frá landinu. Inn á milli lendir maður á týndum manni frá Zeeland (200 KM í burtu!), og þau elska lakkrís þar líka. Því miður þá þurfti Klepper eldri að valda fólki vonbrigðum. Besti lakkrís í heiminum var afmælis lakkrís. Hann kemur aldrei aftur.
En það var út fyrir útreikninga Klepper yngri…
Klepper yngri komst að því að þetta væri meira en bara lakkrís. Miklu meira. Sérstaklega þar sem að tvo hluti vantar: glúten og gelatín. Uppskriftin inniheldur ekkert gelatín. Hveiti sterkjan sem vanalega er notuð hefur verið skipt út fyrir kartöflu sterkju, sem gerir lakkrísinn einnig glútenlausan.
Lakkrísinn, eins og klepper yngri skilur hann -og hann hefur lært á viðskiptahagkerfið, sem þýðir að hann skilji þessa hluti, og sér möguleikanna- kemur á háréttum tíma. Ekkert glúten eða gelatín, en heill hellingur af ást: það er nákvæmlega það sem fólk vill núorðið. Og þau eru tilbúin að taka krókaleið til þess að fá sér.
Klepper nammið (eins og bragðbesti lakkrís í heiminum var kallaður) þarf sína eigin pakkningu og og nafn sem segir fólki hvað það eigi að búast við; Nafn sem talar til ímyndunarafls fólks sem hefur ekki heyrt um búðina hans Klepper eldri. Svo, eftir mikla umhugsun, höfðu Klepper & Klepper ákveðið hvað ætti að kalla þetta sæta og bragðgóða nammi. Þeir ákváðu að fela ekki meðfædda stoltið sem aðgreinir flesta búðareigendur. Þetta virkilega er besti lakkrís í heiminum. Ekkert meira, ekkert minna.
Eftir að pakkningin hafði verið gerð til að tryggja að besti lakkrís í heiminum fengi rétta ‘þurrkun’ hafði Klepper yngri lagt af stað að koma lakkrísnum út í sérvöruverslanir. Aðferðin hans er eins einföld og hún er ögrandi. Hann veit að þegar fólk hefur smakkað lakkrísinn, mun lakkrísinn selja sig sjálfur. Hann setur nokkra kassa í skottið á bílnum og heldur af stað í þær sérvöruverslanir sem hann vill að selji Lakkrísinn þeirra. Hann gefur hverjum eiganda kassa og segir þeim að smakka. Ef þið viljið meira, þá vitið þið hvar þið getið fundið mig. Hann réttir yfir nafnspjald og og labbar úr búðinni, vitandi að hann fái símtal varðandi fleiri kassa innan fáeina daga.
Nú, innan árs, er besti lakkrís í heiminum fáanlegur alls staðar í Hollandi. Hins vegar finnur þú hann ekki í stórmörkuðum. Við erum reglulega tala við stórmarkaði í símann eða í gegnum tölvupóst þar sem stórmarkaðirnir þurfi að hafa besta lakkrís í heiminum á hillunum hjá sér. Klepper & Klepper afþakka boðið þeirra í hvert skipti. Þeir vilja halda alla vega einhverju af sérstakleikanum. Og þeir vita: um leið og lakkrísinn kemst á hillurnar hjá stórmörkuðum, munu þeir fyrr eða síðar auglýsa lakkrísinn með sérstökum verðum og tilboðum. Það verða engin tilboð á besta lakkrís í heimi. Það er engin þörf fyrir það, lakkrísinn okkar er nóg eins og hann er. Eins og góður vindill, þá er hægt að njóta besta lakkrís í heimi sitjandi í uppáhalds stólnum sínum. Hvað er sérstakara en það? Eins og er, þá er lakkrísinn okkar til sölu í 2.500 búðum. Í Hollandi þar að segja. En, besti lakkrís í heimi er ekki lengur bara í boði í Hollandi.
Eftir að besti lakkrís í heimi, eins og hann er kallaður, teygði sig yfir landið, er kominn tími á næsta kafla. Besti lakkrís í heiminum á skilið saltaða útgáfu. Eins og Klepper eldri veit, þá er það ekki auðvelt, því að lakkrís verður oft of saltaður. Saltaður lakkrís þornar líka hratt, sem gerir hann grjótharðan. Svo, að frátaldri fullkomnu uppskriftinni, þarf maður að prófa sig áfram með þurrkunar tímann.
Samt sem áður, áður en farið er á rannsóknarstofu lakkrísins, fóru Klepper & Klepper í leiðangur að finna besta saltið í heiminum. Að lokum fundu þeir óhreinsað keltneskt sjávar salt. Það er uppskert með berum höndum og er ríkt í steinefnum. Samkvæmt sumum, þá þýðir það að það sé gott fyrir blóðþrýstinginn. Aðrir halda að það sé bull og vitleysa. Bull eða ekki: þetta er hið fullkomna innihaldsefni fyrir besta saltlakkrís í heiminum. Tími til kominn að fara á rannsóknarstofuna.
Það mun taka Klepper eldri smá tíma að verða sáttur við niðurstöðuna. Í þessu tilfelli, er orðið ‘smá’ vanmat aldarinnar. Þetta tekur svo langann tíma og Klepper & Klepperhafa breytt upprunalega planinu svo oft að, á endum, þá á framleiðandi Klepper & Klepper eftir að gefast upp. Klepper & Klepper á hinn bóginn, stóðu staðfastir: þeirra lakkrís skyldi vera fullkominn. Inn á milli taka þeir skammt á markaðinn og sjá hvernig viðskiptavinir taka í það.
Árangur besta lakkrís í heimi fór ekki framhjá neinum. Fleiri og fleiri dagblöð og tímarit byrjuðu að skrifa um hann. Auglýsing á milli manna fór um eins og eldur í sinu. Búðir settu lakkrísinn í gluggann hjá sér til að laða að sér fleiri viðskiptavini. Jafnvel Telegraaf, stórt Hollenskt fréttablað, gerði stóra grein um besta lakkrís í heiminum. Árið 2019 hafði Klepper & Klepper ákveðið að tími var kominn á nýja áskorun. Og það var kannski besta áskorun þeirra til þessa: að búa til besta hunangs lakkrís í heiminum.
Hversu margar gerðir af hunangs lakkrís eru til sem eru virkilega bragðgóðir? Ekki það margir. Eins og með saltaðan lakkrís, þurrkunar tími hunangs lakkrísins er mikilvægur ef þú vilt ekki að það verði of erfitt að tyggja hann. Og ef þú nærð ekki uppskriftinni rétt, verður hann of sætur. Eða þú finnur ekki bragð af hunanginu. Yfir allt, þá var kominn tími til að gera framleiðendur Klepper & Klepper brjálaða aftur.
hinsvegar , þá þurfa þeir að finna besta hunangið í Hollandi. Klepper & Klepper fundu það á endanum í Biesbosch, hjá litlum, sjálfstæðum býflugna bónda sem framleiðir hunangið sitt lífrænlega. Hann notar engin efni og reiknar með umhverfi plantnana og býflugnana í dæmið. Svo, ánægðar býflugur, ánægð náttúra og ánægðir Klepper & Klepper. Og þar af leiðandi getur þú verið ánægður líka. Sú ástæða að lakkrísinn er algjörlega náttúrulegur gerir bragðið mikið betra. Svo þú getur viðurkennt það. Hins vegar, að setja náttúruleg hunang í lakkrís var næsta skref.
Þetta skref myndi augljóslega taka langan tíma, en á endanum, tókst það. 20. Maí 2019 á degi býflugna, varð besti hunangs lakkrís í heimi staðreynd. Auðvitað inniheldur hann alls ekkert glúten eða gelatín, en hann inniheldur 12% hreint hunang frá Biesbosch.
Í seinni hluta 2019, ákváðu Klepper & Klepper að kíkja yfir landamærin. Að taka lakkrís land eins og Holland með stormi er geggjað en að fá restina af heiminum á lakkrís lestina er töluvert betra. Við gætum verið öðruvísi land, en það er dálítið skrítið að enginn annar elski lakkrís eins og við. Nægilega skrítið, en við vorum sannfærðir um að það væri mistök. Öll hin löndin elskuðu lakkrís, þau bara vissu það ekki ennþá. Ástæðan fyrir því var sú að þau hefðu ekki smakkað besta lakkrís í heiminum ennþá.
Snemma 2020 höfðu Klepper & Klepper komið orðinu út. Mörg lönd höfðu áhuga. Það var bara eitt vandamál: það var þetta tímabil sem að lítill vírus hafði gert var við sig. Þessi vírus hafði stór áhrif á allan heiminn. En Klepper & Klepper stóðu fastir fyrir. Besti lakkrís í heiminum hóf sitt alþjóðlega ferðalag í Finnlandi og kom svo Kanada strax eftir á. Svo fylgdi Danmörk, Noregur, Þýskaland og England líka. Okkar spá: það líður ekki á löngu áður en að allur heimurinn verði háður besta lakkrís í heiminum.
Á meðan horft var yfir landamærin, höfðu Klepper & Klepper einnig sett sjónar sínar á framleiðslu besta lárviðarlaufs lakkrís í heimi. Þetta var annað mál þar sem að það var engin virkilega góður lárviðarlaufs lakkrís. Það er einmitt sú áskorun sem Klepper & Klepper voru til í að sökkva tönnunum í. Þannig að þið getið sökkt ykkur tönnum í niðurstöðurnar. Í þessu tilfelli, Besta Lárviðarlaufs lakkrís í heimi.
Vegna græðandi eiginleika lárviðarlaufsins, hefur lárviðarlaufs lakkrís aldrei horfið algjörlega. lárviðarlaufs lakkrís virkar vel gegn smásjúkdómum eins og kvefi, hálsbólgu eða jafnvel líflausu hári. Til viðbótar, þá lyktar laufið eins og sigur, frá hátindi rómaveldis höfðu mennirnir þar klæðst kórónum skreyttum lárviðarlaufum höfðu sigrað stríð eða tekið yfir svæði (eða þegar þeir þóttust hafa gert það). Hinsvegar hafði lárviðarlaufs lakkrís ekki verið til þá, að áliti Klepper & Klepper. „Svo ég býst við að það sé undir okkur komið,“ sagði Klepper eldri, sem hafði aldrei snúið baki frá því að leiðrétta rangt.
Leitin þeirra að hreinni lárviðarlaufs olíu endaði í suð -vesturhluta norður Brabant hjá líffræðilegum lárviðarlaufs ræktanda. Eftir mánuði af tilraunum með uppskriftinni og þurrkunar tímum (og markaðsrannsóknir), höfðu þeir loksins sett besta lárviðarlaufs lakkrís í heimi á Hollesnka markaðinn í lok Ágúst 2020. Byrjunin á óumflýjanlegri sigurgöngu.
Klepper & Klepper taka hvert tækifæri sem þeir geta til að draga athygli að besta lakkrís í heiminum, hvernig sem þeir geta. Fleiri og fleiri aðdáendur safnast saman á Instagram til að fylgjast með sögu besta lakkrís í heiminum. Árið 2019 höfðu Klepper & Klepper hannað pakkningu sem kom tveimur lakkrís pökkum fyrir. Besta pakkningin vann pakkningar verðlaunin 2020. Það sama ár höfðum við byrjað með besta lakkrís í heimi, til sölu í betri heildsöluverslunum frá jólunum 2020 hafði besti lakkrís í heiminum verið hluti af jólagjöfum til starfsfólks í heilbrigðisgeiranum. Svo í seinni hluta 2021 mun heimasíðan fara í loftið.
Á heimasíðunni okkar, þú munt geta keypt boli, kaffibolla, stuttermaboli, spilastokka, strigapoka, húfur og iPhone símahulstur með… fallega lógói besta Lakkrís í heimi. Kíktu á það. Hver myndi ekki vilja það?
Til þess að kalla sig besta lakkrís í heiminum þýðir að maður þurfi að vera í fremstu víglínu. Þegar það kom að lakkrís, það var engin vafi að við vorum: besti lakkrís í heiminum inniheldur ekkert gelatín sem þýðir að Klepper & Klepper geti sett vegan merkið á þrjá af fjórum pakkningum. Vegan merkið vantar á besta hunangs lakkrís í heiminum vegna þess að þarf býflugur til að búa til hunang.
Klepper & Klepper voru sannfærðir um að jafnvel pakkningarnar þyrftu að vera ‘best í heimi’. Þá byrjaði hönnunin. Niðurstaðan: fullkomlega jarðgerðanleg pakkning. Enginn annar lakkrís getur sagst vera í þannig pakkningu. Við hlið vegan merkingarinnar finnast merkingar FSC og Milieu Centraal, hollenska umhverfisstofnunin. Pakningin sjálf er gerð úr líf plasti, plast úr jurtaefnum, í þessu tilviki sellulósa.
Allt í öllu, þá er þetta sagan af Klepper & Klepper og besta lakkrís í heimi. Við tökum það ekki úr jöfnunni að hafa mögulega fleiri brögð í framtíðinni. Það sem betra er: við erum nokkuð vissir um að það verði meira. Árið 2022, mun nýtt bragð ganga til liðs við besta sæta lakkrís í heiminum, besta saltaða lakkrís í heiminum, besta hunangs lakkrís í heiminum og besta lárviðarlaufs lakkrís í heimi. Við getum ekki sagt meira frá því akkúrat núna (hermikrákur eru í felum alls staðar). Í augnablikinu getum við bara gefið eitt ráð: fylgist með heimasíðunni…